
Ferðin í Lofthelli hefst í Reykjahlíð í Mývatnssveit og farið er á jeppa eftir slóða sem liggur að hellinum. Þegar komið er á áfangastað við rætur Hvannfells tekur við stutt ganga yfir fornar hraunbreiður. Við hellinn er svo aðstaða fyrir gesti til að búa sig undir hellaskoðun og fá gestir tilheyrandi búnað, hjálm, ljós og sérhönnuð íshellastígvél. Leiðsögumaður leiðir svo hópinn í hellinn í einfaldri röð í gegnum þrönga opnun hans. Þar opnast sannkallaður ævintýraheimur ísmyndanna og myrkurs. Gestir verja rúmri klukkustund neðanjarðar og rannsaka hellinn og fá nægan tíma til að upplifa þetta náttúruundur.
Lofthellir er stærsti aðgengilegi hellirinn í Mývatnssveit og fannst 1989. Hann er í hrauni sem rann frá Ketildyngju fyrir um 3500 árum. Hellirinn fannst árið 1989 þegar flugmaður tók eftir óvenju stóru niðurfalli í hraunið. Fyrstu hellafarar fóru á staðinn og þurftu að beita verkfærum til að gera hellinn aðgengilegan mannfólki. Heildarlengd hellisins er um 300 metrar og hæðstur með um 15 metra lofthæð. Það sem gerir Lofthelli einstakan á heimsvísu er að hitastig í hellinum er um frostmark allt árið um kring. Leiðir það til þess að gólf hellisins er ísi lagt og gríðarstórir ísskúlptúrar hafa myndast í tímans rás. Hellirinn er viðkvæmur fyrir ágangi og því er fjöldi gesta takmarkaður við 11 manns. Aðgengi að hellinum er stranglega bannað nema í fylgt með þjálfuðum hellaleiðsögumanni.
Boðið er upp á daglegar brottfarir kl. 10 frá bílastæðinu við Icelandair Hotel Mývatn. Nauðsynlegt er að mæta allavega 15 mín fyrir brottför.
Leiðsögn í Lofthelli