Local Time: 00:00    Local Weather:   
Saga Travel Shopping Cart

WWA002 Saga Travel Partner Service

Hvalaskoðun á RIB hraðbát frá Akureyri

Stutt og skemmtileg hvalaskoðun

Hvalir og mannfólk á hraðferð um Eyjafjörð

Komdu með Whale Watching Akureyri í tveggja tíma hvalaskoðunarferð á RIB hraðbát. Farið er frá flotbryggjunni við Hof menningarhús. Það er mögnuð upplifun að þjóta yfir hafflötinn og komast í návígi við hnúfubakana sem gera sig heimakomna í Eyjafirði allt árið um kring. Þeir eru þó ekki einir á ferð því ýmsar aðrar hvalategundir láta reglulega sjá sig auk höfrunga og sjófugla.

RIB hraðbátarnir eru sérhannaðir til að komast hratt og örugglega nálægt hvölunum, nær en hægt er að komast með nokkru öðru móti. Bátarnir eru ekki stórir og trufla því hvalina afar lítið í fæðuleit sinni og daglegu amstri.  Að hámarki eru aðeins 12 farþegar í hverri ferð og við lofum þér persónulegri og fjörugri lífreynslu í ægifögru umhverfi.

Book Here

Loading...

Verð frá

19.990 ISK á farþega

Staðsetning

Akureyri

Hápunktar

 • Öflugir og hraðskreiðir RIB hraðbátar
 • Dásamleg náttúruupplifun í Eyjafirði
 • Hvalir í sínu náttúrulega umhverfi

Í boði

15. apríl - 31. október

Brottför

Daglega

Brottfarartími

Brottfarir á ýmsum tímum, mismunandi eftir árstíðum

Lengd

2 klukkustundir

Innifalið

icon v Hvalaskoðun á RIB hraðbát með leiðsögn

icon v Kuldagallar, björgunarvesti og hlífðargleraugu

Athugið

 • Þessi ferð hentar kannski ekki þunguðum konum
 • Þessi ferð hentar kannski ekki fólki sem glímir við bakvandamál
 • Þessi ferð hentar kannski ekki eldra fólki
 • Aldurstakmark er 10 ára eða 145cm á hæð
 • Aðeins 12 farþegar í hverri ferð með leiðsögumann og sérþjálfaðan RIB hraðbátaskipstjóra
 • Lagt af stað frá flotbryggju við Hof menningarhús við miðbæ Akureyrar
 • “Hvalaábyrgð” ef svo óheppilega vill til að ekki sjáist hvalir eða höfrungar í þinni ferð þá færð þú að fara frítt í venjulega hvalaskoðunarferð

Gott hafa með

 • Hlý föt
 • húfu og vettlinga
 • myndavél