
Flogið er á 5 farþega Cessnu sem er með stórum gluggum. Það gefur farþegum kost til að þess að sjá og mynda gosið úr lofti og mikilli nálægð. Flugið er í boði fjórum sinnum á dag og er brottför frá Reykjavíkurflugvelli.
Eldgosið í Fagradalsfjalli, stundum kallað Geldingadalsgosið, hófst 19. mars 2021 og stendur enn. Gosið er lítið í jarðsögulegu ljósi, meðal hraunflæði eru 5 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var hraunflæði úr Holuhraunsgosinu um 400 rm á sek. Það er þó þess valdandi að gosið er bæði hættuminna og aðgengilegra en áður þekkist. Hið fullkomna túristagos. Hraunið flæði smekklega um dali og dyngjur og nýjar sprungur hafa opnast á gostímanum.
Mýflug er mývetnskt flugfélag með yfir 35 ára reynslu af flugi á Íslandi. Það hefur séð um sjúkraflug og flug fyrir landhelgisgæsluna, ásamt því að bjóða upp á leiguflug og útsýnisflug frá Mývatni, Akureyri og Reykjavík. Mýflug starfar í samræmi við EASA OPS 695/2012 staðla og er með flugrekstrarleyfi AOC/014.