Local Time: 00:00    Local Weather:   
Saga Travel

Beint flug til Zurich frá Akureyri

Frá Akureyri í Alpana á sunnudögum í febrúar og mars 2026

Saga Travel í samstarfi við svissnesku ferðaskrifstofuna Kontiki býður upp á beint flug frá Akureyrarflugvelli til svissnesku borgarinnar Zurich. Flogið er með hinu frábæra og trausta svissneska flugfélagi Edelweiss, sem er systurflugfélag Swiss Air og hluti af Lufthansa Group. Flugið er í boði í febrúar og mars, á þeim tíma er best þykir að heimsækja skíðasvæði Alpana. Flogið er einu sinni í viku á sunnudögum. Flugið er frábær viðbót við sístækkandi flóru alþjóðlegs flugs frá Akureyri, höfuðborgar norðursins.

Verð

Verð miðast við flug fram og til baka frá Akureyri. Innifalið í fluginu er eftirfarandi:

icon v Handfarangur

icon v Innrituð taska 20kg

icon v Skíðataska (þarf að skrá stærð og þyngd fyrirfram)

icon v Máltíð um borð

icon v Allir skattar og gjöld

Fullorðnir (12+ára): 99,900kr
Börn (0-11ára): 69,900kr

Hafið samband við Saga Travel til að bóka flugið!

sagatravel@sagatravel.is eða 558-8888

Skíðapakkar

Svissneska ferðaskrifstofan Magic Switzerland býður upp á skíðapakka til Arosa í Sviss.  Svæðið er stórglæsilegt og býður upp á fjölbreytta afþreyingu og brekkur fyrir alla aldurshópa og getustig. Ef keyptur er pakki af Magic Switzerland fæst 33% afsláttur af fluginu.

SvæðiðArosa, um 2,5 tíma akstur frá flugvellinum í Zurich

Hótelið: Færn Altein Arosa

Hér er skjal með því sem hótelið hefur upp á að bjóða!

Faern Hotels Altein Arosa (1)

Athugið að gist er síðustu nóttina í Zurich, sú nótt er líka innifalin.

Skíðapakkarnir eru í boði 1. febrúar, 15. febrúar og 1. mars.

Pakkarnir eru tilvaldir fyrir bæði pör og fjölskyldur, byrjendur sem vant skíðafólk.

 

Hér er skjal með öllum upplýsingum og verðum um pakka sem eru í boði:

Skíðapakki-sviss-2026

Hafið samband við Saga Travel til að bóka pakkann, við tengjum ykkur við Magic Switzerland!

sagatravel@sagatravel.is eða 558-8888

 

Flugtímar

WK1305: Akureyri  12:20 -> Zürich 17:00
WK1304: Zürich 08:10 -> Akureyri 11:10

Flogið er kl. 12:20 á sunnudögum frá Akureyri til Zurich og lent kl. 17:00. Flogið er frá Zurich kl. 8:10 og lent á Akureyri kl. 11:10. Flugið er í boði eftirfarandi daga:

1. febrúar 2026

8. febrúar 2026

15. febrúar 2026

22. febrúar 2026

29. febrúar 2026

1. mars 2026

8. mars 2026

Mæting er á flugvelli 2 klukkustundum fyrir brottför. Flugið er óendurgreiðanlegt.